Fiktdagar | Opnir aðstoðartímar á Verkstæðunum

Fiktið skapar meistarann!  

Á Verkstæðum Borgarbókasafnsins er reglulega opið hús sem kallast Fiktdagar. Á Fiktdögum er öllum velkomið að kíkja í heimsókn á Verkstæðin, fá aðstoð við að læra á ný tæki eða forrit, vinna sjálfstætt eða hjálpa hvert öðru.

Fiktdagar eru á eftirfarandi tímum: 

Grófinni: alla miðvikudaga kl.15:00 - 18:00
Gerðubergi: 1. og 3. þriðjudag í mánuði kl.15:00 - 17:30 (í fríi yfir sumartímann)
Árbæ: fyrsta mánudag í mánuði kl.16:30 - 18:00
Úlfarsárdal: fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 15:00 - 18:00

Á Verkstæðunum í Grófinni og Árbæ eru Fiktdagar fyrir 13 ára og eldri en fyrir 8 ára og eldri á Verkstæðinu í Gerðubergi. Yngri börn eru þó velkomin í fylgd með fullorðnum. 

Hvorki þarf að eiga bókasafnskort né að skrá sig, bara mæta.

Gestir skiptast á reynslu og kunnáttu á Fiktdögum, byrjendur jafnt sem lengra komin. Leiðbeinendur eru einnig á staðnum og veita aðstoð með hvernig best er að bera sig að en ekki eru unnin verkefni fyrir gesti. Á Verkstæðinu lærum við af mistökum og höfum gaman. 

Hvað þarf ég að taka með? Þarf ég að kunna eitthvað?

Gestum er velkomið að taka með sér verkefni eða einfaldlega koma og læra á ný tæki og forrit í jákvæðu og skapandi umhverfi þar sem byrjendamistökum og öllum spurningum er fagnað. 
Öll tæki, tól og forrit eru á staðnum, það eina sem þarf að taka með sér á Fiktdaga er forvitni, hugmyndflug og vilji til að prófa sig áfram.

 

Komdu að fikta!