• Bók

Útkall : flóttinn frá Heimaey

Röð
Útkallsbækur #15
Þegar eldgos hefst á Heimaey eru 5.300 íbúar í hættu. Sumir óttast um afdrif ástvina sinna er þeir líta út um gluggann – telja að gossprungan nái inn í bæinn. Mesti flótti Íslendinga fyrr og síðar er að hefjast. Hér er í fyrsta skipti sögð saga níu manna fjölskyldu á Heimaey sem tvístraðist á leið til lands, þannig að foreldrarnir vissu ekki um afdrif fjögurra barna sinna í næstum tvo sólarhringa. Við fylgjumst einnig með "stríðsástandinu" – örlagaatburðum í febrúar og mars, vikurhríðinni, ógnum hraunstraumsins, hundruðum húsa sem brunnu og hetjulegri baráttu Eyjamanna. Í bókinni eru um 130 ljósmyndir. Spennusögur Óttars Sveinssonar hafa verið í efstu sætum metsölulistanna í hálfan annan áratug. (Heimild: Bókatíðindi)
Gefa einkunn

Einnig til sem