• Bók

Þorp verður til á Flateyri.

Flateyri við Önundarfjörð varð til sem þorp á síðari hluta 19. aldar. Fiskveiðar og vinnsla aflans voru undirstaðan. Sendibréf sem rituð voru á Flateyri um aldamótin 1900 koma mikið við sögu. Eru þau hluti tveggja bréfasafna sem hafa um 100 ára skeið legið þar í ferðakofforti og kommóðuskúffu. Hér kennir ýmissa forvitnilegra grasa úr sögu þorpsins. (Heimild: Bókatíðindi)
Gefa einkunn