
Þegar Clay kemur heim úr skólanum bíður hans skókassi fullur af kassettum. Þar talar bekkjarsystir hans, Hanna, sem er nýbúin að fremja sjálfsvíg. Hún nefnir þrettán manneskjur sem höfðu áhrif á ákvörðun hennar – og úr því að Clay fékk spólurnar sendar kemur hann þar við sögu. En af hverju í ósköpunum? Eina leiðin til að komast að því er að hlusta. Þrettán ástæður er áhrifarík unglingasaga sem hefur verið hlaðin lofi um allan heim. (Heimild: Bókatíðindi)