• Bók

Sumarljós, og svo kemur nóttin : sögur og útúrdúrar.

Jón Kalman Stefánsson hefur á undanförnum árum skapað persónulegan og seiðandi sagnaheim. Hann heldur áfram að víkka út sagnaheim sinn, að þessu sinni með óvenjulegu sagnasafni. Sögusviðið er smáþorp á Vesturlandi þar sem hver íbúinn á fætur öðrum reikar ráðþrota um villugjörn öngstræti hjartans. Jón Kalman var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bækurnar Sumarið bakvið brekkuna og Ýmislegt um risafurur og tímann. (Heimild: Bókatíðindi)
Gefa einkunn