• Bók

Abarat.

Abarat er óborganlegt ævintýri sem segir frá ferðalagi stúlkunnar Candy Quackenbush til eyjaklasans Abarat þar sem hana ber að landi þegar flóðbylgja hrífur hana burt frá leiðinlegasta stað í heimi. Og Abarat er sannkölluð undraveröld þar sem ótrúlegir furðuhlutir gerast. Þar er Candy ætlað mikilvægt hlutverk, hún á að bjarga Abarat frá myrkum öflum sem eru eldri en tíminn sjálfur og búa yfir ómældri illsku. Bókin er prýdd fjölda listaverka eftir höfund hennar og hefur hann sjálfur látið þau orð falla að textinn skreyti myndirnar. (Heimild: Bókatíðindi)
Gefa einkunn