Atvinnuauglýsing
Atvinnuauglýsing - Viltu vinna með okkur?

Viltu vinna með okkur?

Viltu taka þátt í að breyta ímynd Borgarbókasafnsins? Langar þig að vinna á frjóum og skemmtilegum vinnustað? 

Við auglýsum nú eftir verkefnastjóra kynningar- og markaðsmála til starfa á Borgarbókasafninu. Verkefnastjóri stýrir kynningu og markaðssetningu á þjónustu, viðburðum og fræðslu í samræmi við stefnu Borgarbókasafnsins. Hann ritstýrir heimasíðu, fréttabréfum, stýrir samskiptum við fjölmiðla auk þess að hafa umsjón með auglýsingum og markaðstengdri útgáfu. Verkefnastjóri kemur auk þess að þróun, skipulagningu og samhæfingu stærri verkefna á sínu fagsviði.

Allar nánar upplýsingar finnurðu hér á vef Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur til 5. ágúst! 

Miðvikudagur 10. júlí 2019
Flokkur