Sólheimasafn og bókabíllinn

Borgarbókasafnið Sólheimum er lokað vegna framkvæmda en opnar að vonum aftur í byrjun júní.

Bókabíllinn ekur samkvæmt sinni venjulegu áætlun frá og með mánudegi 25. maí.

Skiladagar allra útlána í Sólheimum hafa verið færðir til 15. júní.
Skiladagar allra útlána frá Bókabílnum hafa verið færðir til 4. júní. Engar dagsektir verða reiknaðar fram að þeim tíma.

Það er að sjálfsögðu hægt að skila útlánum á önnur söfn Borgarbókasafnsins, eða í vinasöfn okkar á Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ.

Öll önnur söfn Borgarbókasafnsins eru opin samkvæmt venjulegum opnunartímum. Við pössum upp á metrana tvo, þrífum yfirborð og snertifleti reglulega, sem og yfirborð allra safngagna sem skilað er.

Skiladagur gagna sem tekin voru að láni fyrir lokun Borgarbókasafnsins í samkomubanni var fimmtudagurinn 14. maí – að undanskildum útlánum frá Sólheimasafni eða bókabíl, eins og rakið er hér að ofan.

Hér á heimasíðu safnsins er hægt að panta og taka frá bækur og annað efni og sækja beint í afgreiðslu. Hér finnur þú leiðbeiningar.

Vegna lokunarinnar hefur gildistími allra bókasafnsskírteina verið framlengdur um 6 vikur.

Sjáumst á safninu!