Lokað til 3. nóvember | Hægt að panta efni og sækja á næsta safn

Það er ánægjulegt að vera boðberi góðra frétta á þessum erfiðu tímum. Við þurftum því miður að loka söfnum okkar til 3. nóvember en það þýðir ekki að Reykjavíkurbúar þurfi að hætta að lesa eða hafa gaman! Nú gefst kostur á að panta efni hér á heimasíðunni eða í síma og sækja á það safn sem hverjum hentar best.

Afhendingartími er á milli kl. 10-16 alla virka daga. Haft verður samband í tölvupósti eða síma þegar lánsgögnin eru tilbúin til afhendingar.

Hvernig panta ég og sæki efni og sæki?

Einfalt! Þú finnur bókina sem þig langar að lesa, tónlistina sem þú vilt hlusta á, tímaritið, nóturnar eða bíómyndina og tekur frá hér á heimasíðunni. Sjá leiðbeiningar hér. Við hvetjum notendur til að nota rafrænu þjónustu heimasíðunnar eins og kostur er - en það er sjálfsagt að hringja í síma 411 6100 og fá aðstoð.

- Ef efnið er í hillu sér starfsmaður um að finna það, fá það lánað í þínu nafni og hafa samband við þig í tölvupósti eða síma þegar efnið er tilbúið til afhendingar.

- Ef efnið er inni en ekki á því safni sem þú baðst um, munum við koma því á rétt safn og láta vita um leið og hægt er að sækja.

- Ef efnið sem þig langar í er ekki inni, setjum við þig á biðlista og látum vita um leið og það er aðgengilegt og tilbúið á safninu þínu.

Hvað geri ég þegar ég kem á safnið?

Vinsamlegast munið eftir símanum! Við inngang hvers safns verður símanúmer sem þarf að hringja í. Starfsmaður kemur út með sótthreinsuð lánsgögnin í poka og þú getur farið heim áhyggjulaus, og gleymt þér í lestri eða annari skemmtun.

Notendum er velkomið að skila lánsgögnum þegar nýtt efni er sótt.

Hikið ekki við að hafa samband í síma 411 6100  eða á Facebook Messenger.

Við erum til þjónustu reiðubúin!