Bókaverðir óskast í Gerðuberg | Lausar stöður
Borgarbókasafnið Gerðubergi auglýsir eftir bókavörðum í tvær 70% stöður.
Við leitum af jákvæðu, sveigjanlegu og vandvirku fólki með ríka þjónustulund sem þrífst vel í lifandi og fjölbreyttu umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Þjónustuvaktir á safni
- Frágangur og viðgerð safngagna
- Þátttaka í teymum og aðstoð við viðburði
- Móttaka hópa og aðstoð við leiðsagnir um safnið
- Ábyrgð á trúnaðarupplýsingum, þ.e. upplýsingum um persónuhagi og útlán notenda
- Umsjón og eftirlit með tækjum og búnaði
Hæfniskröfur:
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Almenn tölvukunnátta og færni í notkun samfélagsmiðla
- Færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
- Frumkvæði, sveigjanleiki, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
- Reynsla af þjónustustörfum æskileg
Fríðindi í starfi:
- Heilsuræktarstyrkur
- Sundkort
- Samgöngustyrkur
- Menningarkort
Umsóknarfrestur er til 29. ágúst n.k.