Þetta vilja börnin sjá
Sýningin Þetta vilja börnin sjá!

Þetta vilja börnin sjá! | Farandsýning

Þetta vilja börnin sjá er farandsýning sem haldin hefur verið árlega í Gerðubergi frá 2003. Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í íslenskri barnabókaútgáfu. Dimmalimm - Íslensku myndskreytiverðlaunin voru veitt í tengslum við sýninguna allt til ársins 2013 en árið 2015 voru þau sameinuð Barnabókaverðlaunum Skóla- og frístundasviðs og heita í dag Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar.

Mörg þúsund börn hafa í gegnum tíðina heimsótt Gerðuberg til að skoða nýjustu myndskreyttu barnabækurnar, annað hvort með bekknum sínum eða foreldrum. Sýningin hefur fyrir löngu fest sig í sessi og fer jafnan á flakk um landið eftir að henni lýkur í Gerðubergi. Á sýningunni gefur að líta myndskreytingar sem hengdar eru á vegg ásamt bókunum sjálfum þannig að börnin fá hugmynd um hvernig listaverkin rata á síður bókanna og skapa þar órjúfanlega heild mynda og texta. Þau fá einnig hugmynd um fjölbreytileikann og mismunandi vinnuaðferðir mynd- og rithöfunda. 

Skapast hefur sú hefð að bjóða 3. bekkingum í heimsókn á sýninguna og hafa þau jafnan heimsótt bókasafnið í leiðinni og tekið þátt í skemmtilegri dagskrá. Aðrar aldurshópar hafa skoðað sýninguna á eigin vegum. Sýningin hefur svo flakkað á milli menningarhúsa um land allt.

Nánari upplýsingar um farandsýninguna:

syningar@borgarbókasafn.is

Þriðjudagur 18. september 2018
Flokkur