Merki kvennafrídagsins

Kvennafrídagurinn | Bókalisti

Þann 24. október 1975 boðuðu íslenskar konur til Kvennafrís og lögðu niður vinnu til þess að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Talið er að um 90% kvenna á Íslandi hafi lagt niður vinnu þennan dag og atvinnulíf lamaðist. Um 25.000 konur söfnuðust saman á Lækjartorgi á einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar og samstöðufundir voru haldnir víða um land. Síðan þá hafa konur á Íslandi lagt niður störf fimm sinnum og gengið út til að krefjast jafnra kjara á vinnumarkaði og réttláts samfélags, síðast árið 2018. Margt hefur áunnist síðan 1975 en þó er enn mikið verk óunnið og ágætt að undirstrika að þetta er fyrst og fremst baráttudagur.

Borgarbókasafnið á mikið af áhugaverðu efni sem tengist jafnrétti og kvenfrelsi. Hér má sjá brot af því.

Eftir Borgarbókasafn (óstaðfest)
Miðvikudagur 23. október 2019
Flokkur
Materials