NaNoWrimo
NaNoWrimo

NaNoWriMo hittingur í Grófinni

Borgarbókasafnið í Grófinni hefur síðastliðin ár hýst ritsmíðaverkstæði í nóvember í tilefni af NaNoWriMo. Þátttakendur hafa haft aðsetur á 5. hæð safnsins. Verið velkomin að hittast og spjalla um verkefnin, sækja innblástur í önnur skáld eða jafnvel glugga í nokkrar bækur á bókasafninu! 

NaNoWriMo stendur fyrir National Novel Writing Month, en yfir þrjátíu daga tímabil reyna upprennandi rithöfundar að skrifa 50.000 orða handrit að skáldsögu. 

Nánar hér: https://nanowrimo.org/

Nánari upplýsingar:

Barbara Guðnadóttir,
safnstjóri í Grófinni,
barbara.gudnadottir@reykjavik.is