Vélmenni
Vélmenni

Vélmennaklúbbar Borgarbókasafnsins

Vélmennaklúbbar Borgarbókasafnsins eru fyrir 10-12 ára krakka (5.-7. bekk) og eru haldnir í Borgarbókasafninu Gerðubergi og Spönginni.

Í haust mun Borgarbókasafnið og Skema í HR stofna tvo nýja vélmennaklúbba í Gerðubergi og í Spönginni. Í vélmennaklúbbunum lærum við að smíða vélmenni frá grunni og að stýra því með hjálp forritunar. Klúbbarnir hittast einu sinni í viku í 10 vikur með leiðbeinendum Skema í HR og í lok árs fær hver og einn meðlimur að eiga sitt vélmenni. Frítt er að ganga í klúbbana en skráning er nauðsynleg.