Umhverfisvænar skógjafir í Grófinni

Jólasveinar athugið, hér finnið þið allt sem þið þurfið í skóinn! Kíkið við í Grófinni og kippið með þeim varningi sem ykkur líst á.

Á fyrsta í aðventu buðu Ungir umhverfissinnar Giljagaur og Stúfi að koma í heimsókn í Borgarbókasafnið í Grófinni þar sem þeir fengu aðstoð við að setja upp starfsstöð. Sveinarnir mættu með sekkinn sinn og í hann geta börn sett notuð leikföng sem þau vilja gefa áfram í skógjafir til annarra barna.

Með starfsstöðinni vill bókasafnið aðstoða jólasveinana við að vera umhverfisvænni, koma leikföngum áfram og gleðja nýja eigendur.

Starfsstöðin verður opin og aðgengileg fram til jóla, bæði til að koma með skógjafir, og ekki síst fyrir jólasveinana til að sækja skógjafir

Jólasveinar í Grófinni
Nánari upplýsingar veitir: 
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146

 

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 9. desember, 2022 13:44