Tilraunaverkstæðið | Fiktvarpið í beinni

Á Fiktdögum á Tilraunaverkstæðinu í Gerðubergi geta krakkar prófað sig áfram, skapað og uppgötvað nýja hluti undir leiðsögn, en nú þegar söfnin eru lokuð tímabundið, höfum við ákveðið að bjóða upp á Fiktvarpið í staðinn!

Fiktvarpið er skapandi fræðsla í streymi, þar sem þátttakendur geta fiktað saman, spurt spurninga í beinni, eða fylgst með á eigin hraða eftir að útsendingu lýkur. Fiktvarpið er fyrir áhugasama tilraunakrakka og forvitna fullorðna.


Dagskrá

DIY Candlemaking | Kertagerð
Þriðjudagin 28. apríl  kl. 15:00-15:45

Smiðjan er á ensku | Hentar 12 ára og eldri (með smá hjálp frá fullorðnum)

Skjálausir þriðjudagar snúa aftur hjá Fiktvarpinu! Í þetta skiptið sýnir Anna Worthington De Matos frá Reykjavik Tool Library okkur hvernig má búa til kerti heima. 

Þáttakendur þurfa:
- tóma krukku eða glas
- afgangs kertastubba, vax utan af osti
- málm af notuðum sprittkertum
- band úr 100% bómull
- notaða vaxliti (ekki nauðsyn)
 

Eldri Fiktvörp

Prjónum slaufur með Pétri Oddbergi
Einfalt verkefni fyrir byrjendur

Ukulele fyrir alla með Svavari Knúti
Lærum að spila

Roblox
Inngangur að Roblox
Roblox forritun í beinni 

Scratch
Inngangur að Scratch forritun
Meiri Scratch forritun
Meiri Scratch forritun (framhalds)