Sögustundir á ýmsum tungumálum

Á Borgarbókasafninu höldum við reglulega sögustundir á öðrum tungumálum en íslensku. Öll börn eru hjartanlega velkomin og þau mega líka bjóða vinum sínum, foreldrum, ömmum og öfum með sér. 

Haustið 2021 er boðið upp á sögustundir á litháísku, pólsku og spænsku. 

Langar þig að vera með sögustund á þínu tungumáli í einu af söfnunum okkar? Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur áhuga.


Frekari upplýsingar veitir: 
Martyna Karolina Daniel
Sérfræðingur – Fjölmenningarmál
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

Miðvikudagur 12. september 2018
Flokkur