Legóáskorun | Hver kubbar flottasta skrímslið?

Finnst þér gaman að kubba? Þá er Legóáskorun Borgarbókasafnsins sko eitthvað fyrir þig!

Það sem þú þarft að gera:

- Búa til hrikalegt skrímsli úr Legó
- Taka mynd
- Senda á borgarbokasafn@borgarbokasafn.is fyrir 31. janúar

Úrslit verða tilkynnt 1. febrúar á Facebooksíðu Borgarbókasafnsins

Einn, tveir og byggja!