Leshringurinn 101 - haustið 2020

Leshringurinn 101

Skráning er á alla viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.

Sjá nánar HÉR.

•    Staðsetning viðburðar: Torgið, á jarðhæð
•    Hámarksfjöldi gesta: 12 manns
•    Boðið er upp á kaffi. 

Leshringurinn 101 hittist í Grófinni annan þriðjudag í mánuði  kl. 17:30-18:30.  Í leshringnum viljum við skapa huggulega stemningu þar sem við komum saman, sötrum kaffi og spjöllum um bækur.

Eftir óformlega skoðanakönnun í hringnum var ákveðið að lesa eftirfarandi bækur haustið 2020 sem m.a. snerta kynþáttafordóma og umhverfismál:

8. september | Korngult hár, grá augu eftir Sjón

6. október | Hans Jónatan – maðurinn sem stal sjálfum sér eftir Gísla Pálsson - AFLÝST

3. nóvember | Glæpur við fæðingu eftir Trevor Noah

8. desember | Saga býflugnanna eftir Maja Lunde

Leshringurinn er opinn! Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á Guðrúnu Dísi Jónatansdóttur eða einfaldlega mætið á svæðið.  

Við hvetjum góðvini Borgarbókasafnsins til að skrá sig í Bókaklúbbinn okkar á Facebook! Þar deilum við ýmsum bókmenntatengdum viðburðum og oft skapast líflegar umræður um alls kyns bókmenntir. 

HÉR er að finna almennar upplýsingar um leshringi Borgarbókasafnsins...

Umsjón: Guðrún Dís Jónatansdóttir
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is

 

Föstudagur 11. janúar 2019
Flokkur
Materials