Sögur | Smiðjur í öllum söfnum
Borgarbókasafn býður upp á smiðjur fyrir börn á aldrinum 9-12 ára í samstarfi við Sögur. Börnin fá leiðsögn í smásagnagerð, leikritun og stuttmyndahandritagerð. Á vef Sagna er hægt að nálgast fullt af skemmtilegu efni þar sem börnin geta fengið innblástur til sköpunnar. Á vefnum er hægt að taka þátt í samkeppni og senda inn smásögur, leikrit, stuttmyndahandrit og tónlist og texta. Við í Borgarbókasafni hvetjum alla krakka til að taka þátt og koma í söfnin í smiðju eða nýta rýmið til sköpunnar. Í söfnunum eru fullt af bókum, tónlist og öðru þar sem hægt er að nálgast bæði innblástur og fróðleik.
Smiðjur Borgarbókasafns
Ritsmiðja í Grófinni, 19. október og 2. nóvember kl. 13:30-15:30 - FULLBÓKAÐ
Leiðbeinandi: Arndís Þórarinsdóttir
Ritsmiðja í Sólheimum, 19. október og 2. nóvember kl. 13:30-15:30 - FULLBÓKAÐ
Leiðbeinandi: Arndís Þórarinsdóttir
Stuttmyndahandritagerð í Kringlunni, 20. október og 10. nóvember kl. 15:00-16:45 - FULLBÓKAÐ
Leiðbeinandi Gunnar Örn Arnórsson
Stuttmyndahandritagerð í Árbæ 20. október og 10. nóvember kl. 12:15-14:00 - FULLBÓKAÐ
Leiðbeinandi Gunnar Örn Arnórsson
Leikritunarsmiðja í Spönginni, 2. nóvember og 16. nóvember kl. 13:30-15:30 - ENN LAUS PLÁSS
Leiðbeinandi: Hildur Selma Sigbergsdóttir
Leikritunarsmiðja í Gerðubergi, 3. nóvember og 17. nóvember kl. 13:30-15:30 - ENN LAUS PLÁSS
Leiðbeinandi: Hildur Selma Sigbergsdóttir