Leslistar

Hér er að finna lista yfir bækur, tónlist og kvikmyndir fyrir börn sem raðað hefur verið upp eftir mismunandi þemum. Barnabókaverðirnir okkar hafa búið til alls konar flokka sem auðvelda leit eftir umfjöllunarefni bókanna. Það er góð leið til að finna næstu bók að lesa, ef þú ert ekki með höfunda eða titla bókanna á takteinum. Frábær leið til að veita börnum innblástur og hvetja þau til að finna sér efni sem hæfir þeirra aldri og áhugamálum. 

Börnin geta síðan búið til sína eigin óskalista og jafnvel deilt sínum listum með öðrum. Eftirleikurinn er auðveldur því nú er hægt að taka bækurnar frá strax og sækja þær á það safn okkar sem hentar þér. 

Viltu fá leiðbeiningar um gerð eigin lista yfir bækur, tónlist og kvikmyndir? Eða um hvernig taka á frá efni? Smelltu hér! 

Á vorin bjóðum við upp á bókaspjallspjallið Bókasnakk fyrir 3.-7. bekk.

Verkefnastjóri barna- og unglingastarfs er Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is