Harry Potter | Klúbbur 9-12 ára

Klúbburinn er í boði í Borgarbókasafninu Kringlunni annan hvern miðvikudag frá kl. 14:30-16:00.
Fyrsti hittingur verður 14. september.

Ert þú Harry Potter aðdáandi og hefur áhuga á öllu sem tengist Harry og félögum? Borgarbókasafnið í Kringlunni hefur stofnað klúbb fyrir Harry Potter aðdáendur, 9-12 ára. Í klúbbnum koma aðdáendur Harry Potters saman til að spila, spjalla, teikna, föndra, horfa eða bara allt það sem klúbbmeðlimum dettur í hug að gera sem tengist Harry Potter. Einnig verður boðið öðru hverju upp á skemmtilegar smiðjur.

Þátttaka er án endurgjalds en skráning nauðsynleg.

Skráning fer fram á vala.sumar.is, frá og með 25. ágúst

Í söfnunum er veglegt safn af Harry Potter spilum og bókum sem hægt er að fá að láni.

Börn og ungmenni undir 18 ára aldri fá frítt bókasafnskort.

Nánari upplýsingar:
Rut Ragnarsdóttir sérfræðingur
rut.ragnarsdottir@reykjavik.is