GERÐUBERG CALLING

Við óskum eftir skapandi samstarfi um tengsl.

Með hvaða hætti skapast ný tengsl á milli fólks? Hvernig sjáum við tengslamyndun fyrir okkur á bókasafninu? Gerðuberg kallar eftir skapandi hugmyndum. Bókasafnið er lýðræðisvettvangur þar sem við viljum efla tengsl milli fólks til að takast betur á við hversdagsleikann eins og hann er nú og í mögulegri framtíð. Heimurinn er að breytast og kallar á nýja siði og venjur. Hvernig getum við gert hlutina og tengst með fjölbreyttum leiðum? 

Sendu okkur þína verkefnahugmynd fyrir 1. nóvember 2022. 

Upplýsingar fyrir umsækendur Gerðuberg calling

TENGSL

Við þurfum á tengslum að halda til að okkur líði vel. Tengsl við aðra geta unnið bug á einsemd sem mörg finna fyrir í dagsins önn. Tengsl við aðrar manneskjur stuðla að sterkari samkennd, skilningi á að við erum ólík og deilum ekki öll sömu sýn á lífið. Við þurfum ekki að hræðast það. Ef við eflum tengsl við aðra verða lýðræðislegar samræður og tilfinningin fyrir samfélaginu sterkari. Hvaða venjur og siðir myndu efla tengsl og tengja okkur við nærsamfélagið – koma okkur saman á ný?

Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.

Frekari upplýsingar
Martyna Karolina Daniel
Sérfræðingur í fjölmenningarmálum
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is