Litla bókasafnið í leikskólann ykkar

Leikskólum stendur til boða að fá lánuð fallega myndskreytt bókakoffort sem eru eins konar farandbókasöfn. Börnin velja sér bækur úr koffortinu og fá að taka þær með heim. Frábær leið til að hvetja börn og foreldra til að lesa saman heima. 

Til þess að skrá út bók skal skrifa nafn barnsins og bókarheiti í sérstaka skráningarbók sem finna má ofan í koffortinu. Barnið má vera með bókina að láni í eina viku og þegar það hefur lokið við að lesa bókina skal skila henni aftur ofan í koffortið. Best er að vera ekki með meira en þrjár bækur að láni í einu.

Starfsfólk Borgarbókasafnsins sér um að koma með og sækja bókakoffortin í samráði við leikskólakennara. Með þeim fylgja upplýsingar fyrir foreldra sem stilla skal út með koffortinu. 

Pantaðu Litla bókasafnið á leikskólann þinn hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar veitir:

Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is