Grúv í Grófinni | Tónlist og sköpun

Verið velkomin, tónsmiðir framtíðarinnar!

Nemendum í 2. og 3. bekk er boðið upp á skapandi upplifun í Borgarbókasafninu Grófinni. Í tónlistar- og myndvinnsluveri safnsins framleiðir hópurinn ljúfa tóna með hjálp forritsins Figure auk þess að búa til sérstakt Grúv skírteini í listasmiðju.

Markmið heimsóknarinnar er að kynna hópinn fyrir Borgarbókasafninu sem stað sköpunar, upplifunar og þekkingar þar sem þau sjálf geta verið virkir þátttakendur.

Nánari upplýsingar veitir:
Bára Bjarnadóttir, sérfræðingur
bara.bjarnadottir@reykjavik.is