Fræðsla fyrir fullorðna

Kaffibolli og iPad

Ertu fróðleiksfús? 

Í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrirlestra, smiðja, spennandi örnámskeiða og fræðandi erinda um allt milli himins og jarðar: Bókmenntir, heimspeki, ferðalög, lífsstíl og handverk og svo mætti lengi telja. Kynntu þér dagskrána og staldraðu við hjá okkur.

Menning og tungumál eru okkur afar hugleikin og því leggjum við mikla rækt við fræðslu um mismunandi menningarheima og móðurmál, jafnt íslensku og önnur mál sem töluð eru á Íslandi. Við bjóðum upp á fjölda líflegra viðburða í samstarfi við frábæran hóp samstarfsaðila sem veita okkur dýrmæta innsýn í hina ýmsu kima íslensks samfélags. 

Í byrjun árs 2019 hefur göngu sína nýr liður í dagskrá Borgarbókasafnsins, Tæknikaffi, sem miðar að því að auka tæknilæsi fullorðinna. 

Langar þig að deila með þér? 

Við hvetjum alla okkar gesti til þess að nýta sér þá aðstöðu sem safnið hefur upp á að bjóða til að vinna að eigin hugðarefnum og tökum því fagnandi ef gestir okkar vilja miðla þekkingu sinni til annarra. Sendu okkur línu á netfangið fraedsla@borgarbokasafn.is ef þú vilt bjóða upp á slíkt! Viltu miðla reynslu þinni í hlaðvarpsþætti? Bókaðu Kompuna hér. Hefurðu áhuga á að setja upp sýningu? Sendu okkur umsókn hér

Fylgstu með spennandi dagskrá í sífelldri mótun: 

              Gerstu áskrifandi að fréttabréfinu okkar 

              Fylgdu okkur á Facebook

              Fylgdu okkur á Instagram

Nánari upplýsingar um fræðslu fyrir fullorðna veitir:

Guðrún Baldvinsdóttir, verkefnastjóri viðburða og fræðslu
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is | 411 6100