Heilahristingur

Heilahristingur

Það er sko leikur að læra, allavega í Heilahristingi!

Heilahristingur er heimanámsaðstoð, í boði fyrir grunnskólanemendur í 4.-10. bekk. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum taka á móti börnunum á söfnunum og er áhersla lögð á að virkja nemendurna í námi og að hafa það skemmtilegt saman. Rauði krossinn starfrækir einnig heimanámsaðstoð í öðrum bæjarfélögum og annars staðar í Reykjavík. Heilahristingur er unninn að danskri fyrirmynd og er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Rauða krossins.

Heilahristingur námsaðstoð er: 

- aðstoð við heimanám í notalegu umhverfi
- stuðningur við áframhaldandi nám
- tækifæri til að styrkja sjálfsmyndina
- skemmtilegur félagsskapur í skapandi og öruggu umhverfi

Hvar og hvenær?

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni: Á mánudögum kl. 14.00-16.00 fyrir 4.-10. bekkinga
Nánari upplýsingar: arnfridur.jonasdottir@reykjavik.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi: Á mánudögum og miðvikudögum kl. 14.00-15.30 fyrir 4.-7. bekkinga
Nánari upplýsingar: gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbær: Á fimmtudögum kl. 14.15-15.15 fyrir 4.-10. bekkinga
Nánari upplýsingar: kristin.gudbrandsdottir@reykjavik.is 

Skólabókasafnið í Hlíðaskóla: Á þriðjudögum kl. 14:00-15.30
Nánari upplýsingar: mariar@redcross.is 

Skráning er nauðsynleg á öllum stöðunum.

Langar þig að gerast sjálfboðaliði í Heilahristingi? 

Verkefnastjóri Rauða krossins er María Rut Beck og hægt er að hafa samband við hana í gegnum netfangið mariar@redcross.is 

Smelltu hér til að kynna þér fjölmenningarstarf Borgarbókasafnsins.

Heimanámsaðstoð á fleiri bókasöfnum með Heilahristing Borgarbókasafnsins að fyrirmynd:

Reykjanesbær
Garðabær
Hafnarfjörður
Kópavogur
Mosfellsbær

Smellið hér til að lesa grein um Heilahristing sem birt var á visir.is 01.02.2014

Smellið hér til að lesa grein um Heilahristing sem birt var á visir.is 28.11.2016