Krakkanám | Heimanámsaðstoð

Krakkanám hefur því miður verið lagt niður af hálfu Rauða krossins en við vonum sannarlega að við getum tekið upp þráðinn aftur síðar.

Borgarbókasafnið er alltaf tilbúið í samstarf með góðu fólki og við þökkum kærlega fyrir það góða starf sem Rauði krossinn hefur lagt að mörkum í þessu verkefni.

Krakkanám er heimanámsaðstoð fyrir grunnskólanemendur í 4.-10. bekk. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum taka á móti börnunum á söfnunum og er áhersla lögð á að virkja nemendurna í námi og hafa það skemmtilegt saman. Boðið er upp á Krakkanám á fjórum söfnum Borgarbókasafnsins; í Gerðubergi, Árbænum, Kringlunni og Spönginni. Rauði krossinn starfrækir einnig heimanámsaðstoð í öðrum bæjarfélögum og annars staðar í Reykjavík. Krakkanám er unnið að danskri fyrirmynd og er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Rauða krossins

Markmið Krakkanáms er að styðja og styrkja nemendur í námi sínu en samhliða því kynnast þeir þeirri þjónustu sem bókasöfnin bjóða upp á í tengslum við nám, áhugamál og tómstundir. Markmið verkefnisins er að jafna tækifæri allra barna á Íslandi óháð uppruna til aðstoðar við nám. 

Krakkanám er: 

- aðstoð við heimanám í notalegu umhverfi
- stuðningur við áframhaldandi nám
- tækifæri til að styrkja sjálfsmyndina
- skemmtilegur félagsskapur í skapandi og öruggu umhverfi
 

Frekari upplýsingar um Krakkanám veitir: 

Martyna Karolina Daniel
Sérfræðingur - Fjölmenningarmál
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is | 411 6109