Krakkanám | Heimanámsaðstoð

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða og samkomutakmarkanna verður ekki boðið upp á Krakkanám á bókasafninu þessa önn. Við munum hefja starfsemina að nýju um leið og aðstæður leyfa. Fram að því munum við skoða möguleika á að bjóða upp á einkakennslu í gegnum netið fyrir nemendur. Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði, hafðu þá endilega samband við okkur.

Krakkanám er heimanámsaðstoð fyrir grunnskólanemendur í 4.-10. bekk. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum taka á móti börnunum á söfnunum og er áhersla lögð á að virkja nemendurna í námi og hafa það skemmtilegt saman. Boðið er upp á Krakkanám á fjórum söfnum Borgarbókasafnsins; í Gerðubergi, Árbænum, Kringlunni og Spönginni. Rauði krossinn starfrækir einnig heimanámsaðstoð í öðrum bæjarfélögum og annars staðar í Reykjavík. Krakkanám er unnið að danskri fyrirmynd og er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Rauða krossins

Markmið Krakkanáms er að styðja og styrkja nemendur í námi sínu en samhliða því kynnast þeir þeirri þjónustu sem bókasöfnin bjóða upp á í tengslum við nám, áhugamál og tómstundir. Markmið verkefnisins er að jafna tækifæri allra barna á Íslandi óháð uppruna til aðstoðar við nám. 

Krakkanám er: 

- aðstoð við heimanám í notalegu umhverfi
- stuðningur við áframhaldandi nám
- tækifæri til að styrkja sjálfsmyndina
- skemmtilegur félagsskapur í skapandi og öruggu umhverfi

 

Dagskrá 2019-2020

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi: 
Alla mánudaga  og miðvikudaga kl 14:00-15:30. (Skráning er nauðsynleg og fer í gegnum tengiliði í Fellaskóla og Hólabrekkuskóla) 

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni: 

Alla þriðjudaga kl. 14:15-15:30 (Skráning er nauðsynleg. Hafið samband við krakkanam@redcross.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni: 

Alla mánudaga kl. 14:00-15:30

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ: 

Alla fimmtudaga kl.14:15-15:15
 

Langar þig að gerast sjálfboðaliði í Krakkanámi? 

Þú ert velkomin/n í hópinn! Verkefnastjóri Rauða krossins er Þorsteinn Valdimarsson og hægt er að hafa samband við hann í gegnum netfangið thorsteinn@redcross.is

Frekari upplýsingar um Krakkanám veitir: 

Martyna Karolina Daniel
Sérfræðingur - Fjölmenningarmál
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is | 411 6109