Krakkanám | Heimanámsaðstoð

Krakkanám er heimanámsaðstoð fyrir grunnskólanemendur í 4.-10. bekk. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum taka á móti börnunum á söfnunum og er áhersla lögð á að virkja nemendurna í námi og hafa það skemmtilegt saman. Boðið er upp á Krakkanám á fjórum söfnum Borgarbókasafnsins; í Gerðubergi, í Árbænum, í Kringlunni og í Spönginni. Rauði krossinn starfrækir einnig heimanámsaðstoð í öðrum bæjarfélögum og annars staðar í Reykjavík. Krakkanám er unnið að danskri fyrirmynd og er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Rauða krossins

 

Markmið Krakkanáms er að styðja og styrkja nemendur í námi sínu en samhliða því kynnast þeir þeirri þjónustu sem bókasöfnin bjóða upp á í tengslum við nám, áhugamál,  og tómstundir. Markmið verkefnisins er að jafna tækifæri allra barna á Íslandi óháð uppruna til aðstoðar við nám.

Krakkanám er: 

- aðstoð við heimanám í notalegu umhverfi
- stuðningur við áframhaldandi nám
- tækifæri til að styrkja sjálfsmyndina
- skemmtilegur félagsskapur í skapandi og öruggu umhverfi

Upplýsingar um dagskrá Krakkanáms fyrir haustið 2019 verða auglýstar í ágúst. 


Langar þig að gerast sjálfboðaliði í Krakkanámi? 

Þú ert velkomin/n í hópinn! Verkefnastjóri Rauða krossins er María Rut Beck og hægt er að hafa samband við hana í gegnum netfangið krakkanam@redcross.is

Smelltu hér til að kynna þér fjölmenningarstarf Borgarbókasafnsins.

 

Frekari upplýsingar um Krakkanám veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir, verkefnastjóri
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is
S: 661-6178