Information about the event

Time
13:00
Price
Free
Target
Children
Children

Sumarsmiðja 9-12 ára | Hávaðamál - Rapptextagerð

Monday June 8th 2020 - Friday June 12th 2020

Í rappi getur maður sagt hvað sem manni dettur í hug, nákvæmlega eins og mann langar til að segja það. Í þessari smiðju hlustum við á rapp, spjöllum dálítið um rapp, finnum okkar eigin rödd og spreytum okkur á því að semja okkar eigin rapptexta.

Kött Grá Pje er rappari og skáld, sem hefur gefið út nokkrar bækur, spilað tónlist úti um allar trissur og samið rapp lengur en hann kærir sig um að muna. Hann hefur um árabil haldið smiðjur fyrir krakka og samið með þeim sögur, ljóð og rapp. 

Ókeypis þátttaka en skráning nauðsynleg hér fyrir neðan. 

Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn og ungmenni í sumar, sjá nánar hér.  

Viðburður á Facebook.

Fyrir nánari upplýsingar og skráning á biðlista:
Bergrós Hilmarsdóttir
bergros.hilmarsdottir@reykjavik.is