Saga býflugnanna eftir Maja Lunde
Saga býflugnanna eftir Maja Lunde

Information about the event

Time
17:30 - 18:30
Price
Free
Target
Adults
Literature
Talks & discussions

Leshringurinn 101 | Saga býflugnanna

Tuesday May 11th 2021

 

Leshringurinn 101 hittist á 5. hæðinni í Grófinni annan þriðjudag í mánuði  kl. 17:30-18:30.  

Í leshringnum viljum við skapa huggulega stemningu þar sem við komum saman, sötrum kaffi og spjöllum um bækur.

Síðasta bókin sem tekin verður til umfjöllunar þetta misserið er bókin Saga býflugnanna eftir norska rithöfundinn Maja Lunde.  Um er að ræða fyrstu bókina í svokölluðum "umhverfis-fjórleik" þar sem höfundur tekst á við stórar spurningar um umhverfismál með verkfærum skáldskaparins. Í bókinni fléttar hún fortíð, nútíð og framtíð saman í þrjá söguþræði sem tengjast saman á óvæntan hátt; England 1852, Bandaríkin 2007 og Kína 2098.

Hámarksfjöldi í hverjum leshring er 12 manns. Leshringurinn er opinn! Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á Guðrúnu Dísi Jónatansdóttur.  
Sóttvarnarreglur eru virtar í hvívetna á Borgarbókasafninu.

Við hvetjum góðvini Borgarbókasafnsins til að skrá sig í Bókaklúbbinn okkar á Facebook! Þar deilum við ýmsum bókmenntatengdum viðburðum og oft skapast líflegar umræður um alls kyns bókmenntir. 

Hér er að finna almennar upplýsingar um leshringi Borgarbókasafnsins.

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Umsjón: Guðrún Dís Jónatansdóttir
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is

Materials