Information about the event

Time
17:15 - 18:15
Price
Free
Target
Adults
Literature

Leshringurinn 101 - Grófinni

Tuesday November 30th 2021

Leshringurinn 101 hittist á 5. hæð í Grófinni. Lesnar eru bækur af ólíkum toga. Notaleg skáldskapar- og kaffistund í sófanum á safninu þar sem spjallað er um lestrarreynslu og upplifun af skáldverkum, bæði sögum og ljóðum.

Fjórði fundur, þriðjudagurinn 30. nóvemer kl. 17.15-18.15. Bók dagsins er 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröld eftir Elif Shafak, í íslenskri þýðingu Nönnu B. Þórsdóttur.

 

Dagskrá haustsins:

Þriðjudagur 21. september kl. 17.15 – 18.15

Álabókin – Sagan um heimsins furðulegasta fisk eftir Patrik Svensson.

Íslensk þýðing: Þórdís Gísladóttir.

Patrik Svensson var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík 2021.

 

Þriðjudagur 12. október kl. 17.15 – 18.15

Að borða Búdda. Líf og dauði í tíbeskum bæ eftir Barbara Demick.

Íslensk þýðing: Uggi Jónsson.

Barbara Demick var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík dagana 8.-11. september 2021.

 

Þriðjudagur 2. nóvember kl. 17.15 – 18.15

Áhugaverðar og nýlegar íslenskar ljóðabækur:

Hún sem stráir augum eftir Björk Þorgrímsdóttur.

Les birki eftir Kari Ósk Grétudóttur.

 

Þriðjudagur 30. nóvember kl. 17.15 – 18.15

10 mínútur og 38 sekúndur í þessari veröld, eftir Elif Shafak.

Íslensk þýðing: Nanna B. Þórsdóttir.

Sjá stutta kynningu á höfundinum hér.

 

Umsjón: Soffía Bjarnadóttir, verkefnastjóri bókmennta. Skráning í leshringinn í gegnum netfangið:  soffia.bjarnadottir@reykjavik.is 

Leshringurinn er opinn öllum, hámarks fjöldi er 12 manns.

Materials