Information about the event

Time
17:00 - 17:45
Price
Free
Literature

KVEIKJA | Að fylgja innsæinu

Thursday February 23rd 2023


Hvernig þekkjum við og fylgjum innsæi okkar?

Rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir ræða hugmyndir sínar og reynslu af innsæi í lífi og list.  Skáldverk þeirra beggja hafa hlotið verðskuldaðar viðurkenningar, verðlaun og athygli fyrir sterkar skáldskaparraddir og eru þær höfundar sem skrifa inn í ólík form; ljóð, prósa, leikrit.
 

Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur, ljóð- og leikskáld skrifar innan ólíkra bókmenntategunda, jafnt ljóð, smásögur, skáldsögur, leikrit og hefur einnig fengist við þýðingar. Hún er menntuð í myndlist og hefur einnig fengist við samstarf á mærum listgreina. Ljóðabækur hennar eru bæði mynd- og textaverk, t.d. KOK sem hlaut verðlaun bóksala. Leikrit hennar hafa vakið athygli, til að mynda Karma fyrir fugla skrifað í samstarfi við Kari Ósk Grétudóttir og Hystory í samstarfi við Sokkabandið um afleiðingar ofbeldis. Kristín hefur hlotið fjölda viðurkenninga, Fjöruverðlaunin og Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt. Nýjasta bók Kristínar, Tól, tilnefnd til bæði Íslensku bókmenntaverðlauna og Fjöruverðlauna, er djúphugsað og margslungið skáldverk.

 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur og skáld hefur skrifað bæði ljóð, prósa, sviðsverk og kvikmyndahandrit. Hún er menntuð í sálfræði, ritlist og hagnýtri menningarmiðlun. Ljóðsagan Flórída vakti mikla athygli fyrir hráa og einstaka rödd þar sem tekist er á við frjósama, dauða og áföll. Verkið var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlauna, Fjöruverðlauna og Maístjörnunnar. Fyrsta skáldsaga hennar Svínshöfuð var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlauna og hlaut Fjöruverðlaunin. Nýjasta verk Bergþóru, ljóðsagan Allt sem rennur, segir frá harmi og hráslagalegum veruleika með berskjaldandi lýsingum af mikilli list.



Kveikja er samtal fræða og lista um eld, innblástur, skynjun. Listamenn og fræðifólk flytja stuttar hugvekjur og bregðast við hugmyndum hvors annars.

Samantekt um Kveikju.

Viðburður á facebook.

Umsjón:
Soffía Bjarnadóttir, verkefnastjóri | bókmenntaviðburðir
Miðlun og nýsköpun | Borgarbókasafnið, s. +354 411 6122
www.borgarbokasafn.is