Kristín Svava, Ófeigur og Þóra Karítas eru grúskarar
Kristín Svava, Ófeigur og Þóra Karítas eru grúskarar

Information about the event

Time
20:00 - 21:30
Price
Free
Target
Adults
Literature
Cafés
Talks & discussions

Bókakaffi | Grúskarar

Wednesday March 10th 2021

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.
Skráningarform fyrir þennan viðburð má finna neðar á síðunni. 

•    Staðsetning viðburðar: Salurinn Berg, á efri hæð
•    Hámarksfjöldi gesta: 50 manns
•    Kaffihúsið er opið 

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Rithöfundarnir Kristín Svava Tómasdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir og Ófeigur Sigurðsson eiga það sameiginlegt að hafa grúskað í fornum skjölum í leit að innblæstri. Á þessu bókakaffi koma þau og segja frá afrakstrinum. Öll gáfu þau út bækur fyrir jólin sem voru afrakstur heimsókna á einhvers konar skjalasöfn. Kristín Svava skrifaði ljóðabókina Hetjusögur upp úr riti um ljósmæður, Þóra Karítas byggir skáldsögu sína Blóðberg að einhverju leyti á sögu Þórdísar Halldórsdóttur, fyrstu konunnar sem var tekin af lífi í Drekkingarhyl og Ófeigur Sigurðsson leitaði innblásturs í gömlum skjölum þegar hann skrifaði Váboða, safn smásagna. 

En hvað er það við fortíðina sem er svona heillandi? Og hvernig er best að vinna upp úr fornum sannleika og setja í samhengi við hinn óskiljanlega samtíma? Er samhengið þegar til staðar eða tilbúningur höfundanna?

Frekari upplýsingar veitir: 
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is