Bókmenntavefurinn | Óeirðin innra með okkur

Þessar pælingar Jónasar Reynis eru skrifaðar beint inn í okkar samtíma, þar sem byltingarkenndustu skrefin í geðlæknisfræðunum eru einmitt tengd tilraunum með psilocybin. Sífellt fleiri halda því fram að bót við hvimleiðustu kvillunum sem hrjá okkur – fíkn, þunglyndi og áfallastreitu – sé að finna í hugarferðalögum sem farin eru með aðstoð psilocybin, undir handleiðslu sérfræðings.

Þórunn Hrefna, Bókmenntavefurinn

Á Bókmenntavefnum er verið að rýna í bækur sem flæða nú út í heiminn. Reglulega bætast við ritdómar sem vert er að kynna sér. Hér er það Kákasusgerillinn, spánný skáldsaga eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Þar er sögð saga tveggja einstaklinga, Báru og Eiríks, en bæði finna þau fyrir einhverri óeirð og óþægindum yfir endurtekningunni sem fyllir lífið. Smám saman fléttast þessar tvær aðskildu sögur saman og spennan eykst samkvæmt bókmenntarýni sem segir Jónas vera höfund sem kafar djúpt í verkum sínum, „[...]leitar stöðugt að merkingu og hrífur lesandann með sér í afar áhugavert ferðalag.“

Fylgist með nýjum ritdómum í bókaflóðinu á Bókmenntavefnum.

Category
UpdatedMonday November 21st 2022, 10:21