Tækniaðstoð

Tækniaðstoðin er á Bókasöfnunum alla fimmtudaga frá kl. 16:00-18:00. Þjónustan  flakkar á milli sex stafstaða Borgarbókasafnsins og er því sjöttu hverja viku á hverjum stað.

Ath. Tækniaðstoðin er ekki gangi sem stendur.

Tækniaðstoðin veitir margvíslega tækniaðstoð, m.a. við að tengjast netinu, finna vefsíður og eyðublöð, nota netið, tölvur, spjaldtölvur og síma. Best er að fólk hafi eigin tölvur eða snjallsíma meðferðis en það verða þó einhverjar tölvur til afnota svo og heyrnartól.

Stundirnar eru öllum opnar. Stöku sinnum bjóðum við upp á kennslu í hinu og þessu sem tengist tækni, s.s. hvernig nálgast má hljóðbækur, hvernig maður ber sig að við að versla á netinu, býr til myndaalbúm og ýmislegt fleira. Fylgstu með hér á heimasíðunni eða á Facebook síðu Borgarbókasafnsins.

Við bendum á að starfsmaðurinn sem verður til aðstoðar er ekki sérfræðingur um tölvu- eða tæknimál en vinnur við tölvur daglega og kann því ýmislegt.

Við hvetjum notendur til að senda okkur ábendingar um hvað sniðugt væri að fjalla um í tæknikaffinu næsta vetur.

Nánari upplýsingar veitir:

Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri fullorðinsfræðslu
thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is