Allar fréttir

Bókabíllinn verður í jólafríi miðvikudaginn 27. desember og þriðjudaginn 2. janúar til viðbótar lögbundnum frídögum. Að öðru leyti gengur hann samkvæmt áætlun um jólin.

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna - bókmenntaverðlauna kvenna - voru kynntar við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu Grófinni 5. desember sl. Þrjár bækur eru tilnefndar í flokki: fagurbókmennta; fræðibóka og rita almenns eðlis; og barna- og unglingabókmenntum.

Fagurbókmenntir
Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur
Slitförin eftir Fríðu Ísberg
Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur

Dómnefnd skipuðu Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Guðrún Lára Pétursdóttir og Salka Guðmundsdóttir.

Nemendur í 2. og 3. bekk Borgarhólsskóla á Egilsstöðum voru sérstakir gestir við opnun farandsýningarinnar Þetta vilja börnin sjá 1. desember s.l. Um er að ræða síðasta viðkomustað sýningarinnar þetta árið en hún hefur frá því í mars verið sett upp á Bókasafni Seltjarnarness, Amtsbókasafninu á Akureyri, Sláturhúsinu Egilsstöðum og bókasafninu í Grindavík. Sýningin í Safnahúsinu á Húsavík stendur til 13. janúar 2018.

Sýningin Þetta vilja börnin sjá opnuð á Safnahúsinu á Húsavík
Sýningin Þetta vilja börnin sjá opnuð á Safnahúsinu á Húsavík

Sérstakt minningarhylki helgað John Lennon er nú til sýnis í tón- og mynddeild Borgarbókasafnsins í Grófinni. Auk þess geta gestir og gangandi sett inn hugleiðingar sínar um  Lennon og arfleifð hans í þar til gerða bók. Gert er ráð fyrir að bókin muni smám saman fyllast og síðan verða sett í geymslu þar til hún verður opnuð um leið og minningarhylkið 9. október 2040 þegar hundrað ár verða liðin frá fæðingu Lennons. Hylkið er eitt af nokkrum slíkum sem gert var í í samvinnu BoxofVision LCC, Rock and Roll Hall of Fame and Museum og Yoko Ono í tilefni af 70 ára fæðingarafmæli hans 9.

Nú hefur verið ákveðið að þeirri tilraun að hafa bókasafnið í Norðlingaskóla opið almenningi verði ekki framhaldið frá og með næstu áramótum. Það var ánægjulegt að taka þátt í tilrauninni og samstarfið við Norðlingaskóla hefur verið einstaklega gott, en reksturinn hinsvegar ekki nógu hagkvæmur.

Bókabíllinn mun hinsvegar verða áfram í Norðlingaholtinu og verður hann við Brautarholt á miðvikudögum milli kl. 13.30-14 og við Norðlingaskóla á þriðjudögum milli 17.45-18.15. 

Norðlingaholtskóli

Safnbúð borgarbókasafnsins í Kringlunni flytur í Grófina á nýju ári. Fram að jólum verður því 30% afsláttur á öllum vörum.

Nýtið tækifærið í jólagjafainnkaupunum.

Safnbúð

Agnes Anna Garðarsdóttir bar sigur úr býtum í  Bókaræmunni 2017, örmyndasamkeppni unglinga.
Verðlaunaafhendingin fór fram í Bíó Paradís fimmtudaginn 23. nóvember.

Bókaræman 2017 Agnes Anna Garðarsdóttir

Þann 1. desember hefst jóladagatal Borgarbókasafnsins. Höfundur jóladagatalsins í ár er rithöfundurinn Þórarinn Leifsson sem kemur með splunkunýja og spennandi sögu þar sem segir af vinunum Jósa og Kötlu og samskiptum þeirra við jólasveinana.

Á hverjum degi í desember opnast nýr gluggi með kafla úr jólasögunni auk þess sem hægt er að hlýða á hana í lestri höfundar í hlaðvarpi Borgarbókasafnsins.

Verkefnið Menningarmót – Fljúgandi teppi sem Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnisstjóri hjá Borgarbókasafninu, stýrir fær Evrópumerkið, European Label í ár, en það er viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og menningarmálaráðuneytið veita Evrópumerkið. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu miðvikudaginn 8. nóvember. 

Hér er myndband sem var gert um verkefnið í tilefni viðurkenningarinnar.

Byrjaðu jólainnkaupin í Kringlunni! 30% af öllum vörum í safnbúð borgarbókasafnsins í Kringlunni í tilefni af miðnætursprengju Kringlunnar fimmtudaginn 9. nóvember.

Miðnætursprengja