Allar fréttir

Barnabókasetur Íslands stendur nú í fimmta sinn fyrir Siljunni, myndbandasamkeppni fyrir grunnskólanemendur, í þetta sinn í samstarfi við Borgarbókasafnið í Reykjavík. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Siljan er opin nemendum í öllum skólum landsins en keppnin er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 

Í dag fór fram athöfn í menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi þar sem tilkynnt var hvaða fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2019, en verðlaunin verða afhent hefðinni samkvæmt síðasta vetrardag í Höfða.

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt í þremur flokkum og voru fimm bækur tilnefndar í hverjum þeirra; fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina, best myndlýstu bókina og bestu þýðingu á barna- og unglingabók sem gefin var út á árinu 2018.

Tilnefndir Rithöfundar, myndhöfundar og þýðendur til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Það er okkur mikil ánægja að segja frá því að bókabíllinn Höfðingi er kominn í lag. Hann keyrir samkvæmt áætlun í dag en verður ekki á ferðinni á morgun, föstudaginn 1. mars, vegna starfsdags Borgarbókasafnsins. 

 

Bókabíllinn Höfðingi

Þið tókuð að láni samtals 705.074 bækur, tímarit, vínylplötur, CD og DVD diska og annað sem var í boði á bókasafninu árið 2018. Útlán jukust samtals um 3,2% frá árinu áður.

En færri geisladiskar, DVD diskar og tímarit lánuðust.
Tónlist á CD og vínyl -12.8% 
Kvikmyndir og þættir -0,7%
Tímarit -3,2%

Bækurnar bættu á sig.
Bækur +6,1%

Lokað verður í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins vegna starfsdags föstudaginn 1. mars. Við sjáumst svo hress og kát um helgina!

fb2-01.png

Því miður er bókabíllinn Höfðingi enn bilaður og mun hann ekki ganga næstu daga. Óvíst er hvenær viðgerð verður lokið en það verður tilkynnt hér á síðunni okkar.

Við biðjum notendur bókabílsins velvirðingar á þessum óþægindum en bjóðum þá velkomna í söfn Borgarbókasafns.

 

Bókabíllinn Höfðingi
21.02.2019

Hvað ætlið þið að gera í vetrarfríinu?! Við bjóðum upp á glæsilega dagskrá sem teygir sig yfir í öll okkar menningarhús. 

Hreyfimyndasmiðja

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Laugardaginn 23. febrúar, kl. 14:00-16:00

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Sunnudaginn 24. febrúar, 13:00-15:00

Vegna bilunar gengur bókabíllin Höfðingi ekki eftir hádegi mánudaginn 11. febrúar.

Bókabíllinn Höfðingi

Vegna bilunar gengur bókabíllin Höfðingi ekki eftir hádegi mánudaginn 11. febrúar.

Bókabíllinn Höfðingi

Vegna bilunar gengur bókabíllin Höfðingi ekki dagana 11. - 14. febrúar. Vonir standa til að hann komist í umferð föstudaginn 15. febrúar.

Bókabíllinn Höfðingi