Allar fréttir

Vilt þú vinna með okkur? 

Ert þú bókelskur tæknimeistari? Tæknielskur bókari? Borgarbókasafnið auglýsir eftir verkefnastjóra stafrænnar þróunar. Verkefnastjóri heyrir undir þróunar- og þjónustudeild og vinnur þvert á allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins og hefur frumkvæði að og umsjón með þróun stafrænnar þjónustu hjá safninu.
Verkefnastjóri tekur virkan þátt í framkvæmd og þróun verkefna er tengjast stefnumótun Borgarbókasafnsins og því breytingaferli sem almenningsbókasöfn ganga nú í gegnum. 

Borgarbókasafnið tekur þátt í NordPlus verkefni

Á Borgarbókasafninu í Grófinni og Spönginni standa nú yfir sýningarnar Grænu skilríkin mín. Þar má lesa hugleiðingar starfsfólks bókasafna nokkurra landa um umhverfismál, en á þeim vettvangi stendur mannkynið nú frammi fyrir brýnum úrlausnarefnum. Fræðibókum sem taka á umhverfismálum er stillt út og skáldsögum sem tengjast málunum, nokkrar þeirra fjalla um hvernig gæti farið ef verstu spár rætast - við þurfum að taka í taumana!

Lokað er í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 6. ágúst. 

Einnig er lokað í Grófinni sunnudaginn 5. ágúst. 

Frídagur verslunarmanna

Lestrarvinir auglýsa eftir sjálfboðaliðum og fjölskyldum til að taka þátt í verkefninu fyrir veturinn 2018-2019. Verkefnið hófst í október 2017 og gekk vonum framar. Nú erum við að leita að sjálfboðaliðum og fjölskyldum til að slást í hópinn fyrir næsta vetur. Lestrarvinir er skemmtilegt verkefni sem sameinar fjölskyldur og bókelska sjálfboðaliða sem heimsækja þær vikulega og lesa fyrir börnin.

Voorleesexpress
25.07.2018

Áfram lestur! er slagorð sumarlestrarátaks íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi, í samvinnu við Borgarbókasafnið, menningarhúsinu Spönginni.

Átta valinkunnir liðsmenn og -konur mæla með bókum fyrir börn, unglinga og fullorðna. Ekki spillir að lesa upphátt, börn fyrir fullorðna og fullorðnir fyrir börn!

Fjolnir

Velferðarráðuneytið styrkir Söguhring kvenna um fimm milljónir króna.

Þann 3. júlí undirritaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, samkomulag sem felur í sér fimm milljóna króna styrk velferðarráðuneytisins til Söguhrings kvenna. Eins og flestir áhugamenn um bókasafnið vita þá er Söguhringur kvenna samstarfsverkefni Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N.) og Borgarbókasafnsins.

Söguhringur kvenna

Til sýnis í bókasafninu í Menningarmiðstöð Hornafjarðar til 15. júlí.

Sýningin Þetta vilja börnin sjá! sem var hjá okkur í Gerðubergi er nú komin upp og er til sýnis á Höfn í Hornafirði. Við hvetjum fjölskyldur sem eru að elta sólina og eiga leið framhjá um að kíkja við á bókasafninu og skoða þessar skemmtilegu myndir sem þar er að finna!

Þetta vilja börnin sjá

Allir eiga skilið smá pásu frá vinnunni og ætlar okkar yndislegi bókabíll að skella sér í gott sumarfrí í júlí og ágúst. Höfðingi hefur verið að keyra bækur út um alla borgina í allan vetur og því kominn tími í örlitla pásu. 

Aðdáendur bílsins eiga svo von á nýrri áætlun fyrir næsta vetur og verður hún kynnt betur þegar nær dregur september, en þá hittum við hann aftur í góðum gír!

Bókabíllinn er þotinn í frí

Vilt þú vinna með okkur?

Borgarbókasafnið auglýsir eftir verkefnastjóra miðlunar og sýningarhalds. Verkefnastjóri heyrir undir fræðslu- og miðlunardeild og vinnur þvert á allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins og hefur frumkvæði að og umsjón með sýningarhaldi og hönnun markaðs- og kynningarefnis. Hann ber ábyrgð á sýningarhaldi og tengdum viðburðum og er í samskiptum við listamenn og samstarfsaðila, og sér um hönnun markaðs- og kynningarefnis fyrir prent-, vef- og samfélagsmiðla. 

Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar

15.06.2018

Lokað verður í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins sunnudaginn 17. júní. En alltaf opið á Rafbókasafninu!