Allar fréttir

Heimsálfar - sögustundir á ýmsum tungumálum

Borgarbókasafnið langar að bjóða áhugasömum að vera með sögustund fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sínu móðurmáli. 

Skráning og nánari upplýsingar:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
s. 411-6100

arabiskir-tofrar

Við fögnum því að nýtt kynningarmyndband fyrir Borgarbókasafnið er loksins komið á alnetið! Myndbandið leggur áherslu á aðstöðu, safnkost og viðburði og sýnir bæði þá skemmtun og þær notalegu stundir sem safnið hefur upp á að bjóða. 

Borgarbókasafnið er öllum opið og við tökum vel á móti ykkur! 

Myndbandið var unnið með Tjarnargötunni og von er á útgáfum á fleiri tungumálum von bráðar.

Hin stórskemmtilega sýning sem flestir ættu að þekkja, með myndskreytingum úr íslenskum barnabókum, er lögð af stað til Akraness. Næsti viðkomustaður er Bókasafnið Akranesi og kemur hún beint frá bókasafninu í Menningarmiðstöð Hornafjarðar. 

Þetta vilja börnin sjá

Nú er fyrsti september á morgun og veðrið formlega búið að bjóða haustinu í heimsókn í Reykjavík! Við vekjum því athygli á breyttum opnunartímum sem taka gildi á morgun, 1. september.

Grófin

Mánudaga-fimmtudaga 10-19
Föstudaga 11-19
Laugardaga og sunnudaga 13-17

Sólheimar

Mánudaga-fimmtudaga 10-19
Föstudaga 11-18
Laugardaga 10-15

Spöng

Mánudaga-fimmtudaga 10-19
Föstudaga 11-19
Laugardaga 12-16

Haust

Bókasafnsdagurinn verður haldin hátíðlegur 7. sept. n.k. Sem fyrr er markmið dagsins að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu ásamt því að vera dagur starfsmanna.

Slagorð dagsins að þessu sinni er Lestur er bestur – fyrir vísindin. Því verður vakin athygli á safnkosti bókasafna sem fjallar um hinn fjölbreytta fræðaflokk sem eru vísindi.

Í framhaldi af því má velta fyrir sér hvað eru vísindi ? https://www.visindavefur.is/svar.php?id=609.

Bókasafnsdagurinn

Vilt þú vinna með okkur? 

Ert þú með skjalamálin á hreinu? Borgarbókasafnið auglýsir eftir verkefnastjóra skjalamála. Verkefnastjóri skjalamála hefur yfirumsjón með skjalamálum í umboði borgarbókavarðar og leiðir vinnu varðandi skjalamál Borgarbókasafns. Hann sér um og ber ábyrgð á að verkferlar á þessu sviði séu skilgreindir, samræmdir og þeim fylgt eftir innan safnsins. Verkefnastjóri tekur virkan þátt í framkvæmd og þróun verkefna er tengjast stefnumótun Borgarbókasafnsins og því breytingaferli sem almenningsbókasöfn ganga nú í gegnum.

Vilt þú vinna með okkur? 

Ert þú bókelskur tæknimeistari? Tæknielskur bókari? Borgarbókasafnið auglýsir eftir verkefnastjóra stafrænnar þróunar. Verkefnastjóri heyrir undir þróunar- og þjónustudeild og vinnur þvert á allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins og hefur frumkvæði að og umsjón með þróun stafrænnar þjónustu hjá safninu.
Verkefnastjóri tekur virkan þátt í framkvæmd og þróun verkefna er tengjast stefnumótun Borgarbókasafnsins og því breytingaferli sem almenningsbókasöfn ganga nú í gegnum. 

Borgarbókasafnið tekur þátt í NordPlus verkefni

Á Borgarbókasafninu í Grófinni og Spönginni standa nú yfir sýningarnar Grænu skilríkin mín. Þar má lesa hugleiðingar starfsfólks bókasafna nokkurra landa um umhverfismál, en á þeim vettvangi stendur mannkynið nú frammi fyrir brýnum úrlausnarefnum. Fræðibókum sem taka á umhverfismálum er stillt út og skáldsögum sem tengjast málunum, nokkrar þeirra fjalla um hvernig gæti farið ef verstu spár rætast - við þurfum að taka í taumana!

Lokað er í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 6. ágúst. 

Einnig er lokað í Grófinni sunnudaginn 5. ágúst. 

Frídagur verslunarmanna

Lestrarvinir auglýsa eftir sjálfboðaliðum og fjölskyldum til að taka þátt í verkefninu fyrir veturinn 2018-2019. Verkefnið hófst í október 2017 og gekk vonum framar. Nú erum við að leita að sjálfboðaliðum og fjölskyldum til að slást í hópinn fyrir næsta vetur. Lestrarvinir er skemmtilegt verkefni sem sameinar fjölskyldur og bókelska sjálfboðaliða sem heimsækja þær vikulega og lesa fyrir börnin.

Voorleesexpress