Allar fréttir

Skemmtilegasta verðlaunahátíð landsins verður haldin í Hörpu á lokadegi barnamenningarhátíðar

SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna fer fram í Eldborg sunnudaginn 22. apríl kl. 19.30. Á þessum stórviðburði í anda Kids’ Choice Awards verðlauna íslensk börn allt það sem þeim finnst standa upp úr í menningarlífinu. Þetta er verðlaunahátíð eins og börn vilja sjá hana, fyndin og fjörug – og langar ræður eru stranglega bannaðar.

Vika bókarinnar

20. – 26. apríl 2018 í Borgarbókasafninu

Vika bókarinnar

Borgarbókasafnið verður opið í Grófinni á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 2018, frá 13:00-17:00. 

Öll önnur söfn verða lokuð þann dag en taka vel á móti ykkur á föstudaginn.

Gleðilegt sumar!

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018 koma í hlut Kristínar Helgu Gunnarsdóttur fyrir bókina Vertu ósýnilegur, Magneu J. Matthíasdóttur fyrir þýðingu á bókinni Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur og Ránar Flygenring fyrir myndskreytingar í bókinni Fuglar. Á næsta ári verða jafnframt veitt verðlaun í nafni Guðrúnar Helgadóttur fyrir óbirt handrit að barna- og unglingabók.

Handhafar Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2018; Kristín Helga Gunnarsdóttir, Magnea J. Matthíasdóttir og Hjörleifur Hjartarson sem tók við verðlaununum fyrir hönd Ránar Flygenring.
Nemendur í Suzuki-tónlistarskólanum léku við athöfnina.
Verðlaunahafar ásamt borgarstjóra, Brynhildur Björnsdóttur formanni dómnefndar og Maríu Rán og Hjörleifi Hjartsyni sem tóku við verðlaununum fyrir hönd Ránar Flygenring.
Guðrún Helgadóttir borgarlistamaður ásamt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur rithöfundi

Menningarhús Spönginni, vorið 2018

Skilafrestur: 14. maí

Borgarbókasafnið í Spönginni stendur fyrir ljósmyndasamkeppni meðal íbúa Grafarvogs. Keppnin er fyrir fólk á öllum aldri, það eina sem þú þarft er myndavél af einhverju tagi, hvort sem það er myndavél í símanum, í spjaldtölvunni eða myndavél upp á gamla mátann.

ljosmyndakeppni

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófin

Skilafrestur: 30. apríl

Blundar listamaður í þér? Myndasögusamkeppni Borgarbókasafnsins og Myndlistaskólans í Reykjavík verður haldin í samstarfi við Nexus í ár! Verðlaun verða í boði fyrir þrjár bestu sögurnar og verður sýning haldin með völdum sögum sem stendur yfir í mánuð í Borgarbókasafninu, Grófinni. 

Um keppnina
Þema: Kynjaverur
Aldurstakmark: 10-20 ára
Hámarkslengd: 2x A4 eða 1x A3
Aðferð: Frjáls

myndasogusamkeppni
28.03.2018

Kæru gestir.

Menningarhús Borgarbókasafnsins verða lokuð frá og með 29. mars til 2. apríl. 

Vinsamlegast athugið að Gerðuberg lokar kl. 18 miðvikudaginn 28. mars.

Gleðilega páska,
starfsfólk Borgarbókasafnsins

paskafri

Viðkoma í Kringlu fimmtudaginn 22. mars þar sem Sigrún Þ. Geirsdóttir ætlaði að fjalla um reynslu sína af sundi yfir Ermasundið fellur niður vegna veikinda.

Við bjóðum ykkur velkomin á þær sýningar sem settar hafa verið upp í menningarhúsum Borgarbókasafnsins í Kringlu, Gróf og Gerðubergi í tilefni af Hönnunarmars.

Borgarbókasafnið á Hönnunarmars

Í lok febrúar var tónlistarviðburðurinn Jazz í hádeginu tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki jazz og blús. . Tónleikaröðin hefur verið í gangi í fjögur ár, fyrst í Gerðubergi en nú einnig í Borgarbókasafninu Grófinni og Spönginni. Markmið tónleikaraðarinnar er að færa tónlistina út í hverfi borgarinnar. 

Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari er listrænn stjórnandi dagskrárinnar en hann er jafnframt á meðal flytjenda. Hann fær til liðs við sig ýmsa tónlistarmenn úr jazz-senunni sem saman flytja tónlist undir ákveðinni yfirskrift.

Íslensku tónlistarverðlaunin Leifur Gunnarsson Borgarbókasafnið