Allar fréttir

Vegna veðurs keyrir Bókabíllinn Höfðingi ekki í dag, fyrir hádegi, miðvikudaginn 21. febrúar.

Bókabíllinn Höfðingi er í viðgerð og keyrir því ekki í dag, föstudaginn 9. febrúar.

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2017 voru kynntar á Borgarbókasafninu í Grófinni síðdegis fimmtudaginn 1. febrúar.

Vegna veðurs mun bókabíllinn Höfðingi ekki vera á Kjalarnesinu kl. 18:30-19:30 í dag, fimmtudaginn 1. febrúar.
 

Bókabíllinn Höfðingi

Þann 30. janúar var nákvæmlega eitt ár liðið síðan Rafbókasafnið fór í loftið. Fyrst í stað gátu aðeins korthafar Borgarbókasafnsins fengið lánað en nú hafa almenningsbókasöfn um allt land veitt lánþegum sínum aðgang að safninu og þar með rúmlega 4000 titlum.

Í Rafbókasafninu eru rúmlega 3.000 rafbækur og 600 hljóðbækur, mest enskar rafbækur. Hlutur hljóðbóka fer þó ört vaxandi, enda njóta þær sívaxandi vinsælda. Líkt og á öðrum bókasöfnum er safnkosturinn fjölbreyttur; en þar má finna skáldverk, fræðirit og rit almenns efnis, bæði nýtt efni og klassík.

Ísland mætir Serbíu á Evrópumótinu sem fram fer í Króatíu þessa dagana. Leikurinn fer fram í dag 16. janúar og verður sýndur í Kamesinu á 5. hæðinni í Grófarhúsinu og hefst upphitun 16.45. Það verður svo flautað til leiks 17.15. Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Þann 21. janúar næstkomandi opnar sýningin Þetta vilja börnin sjá!, þar sem sýndar eru myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2017. Borgarbókasafnið í Gerðubergi býður börnum í 3. bekk grunnskóla í heimsókn á sýninguna og að taka þátt í skemmtilegri dagskrá í húsinu. 

Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá 2017

Laus er til umsóknar tímabundin staða verkefnastjóra kynningar- og markaðsmála til eins árs hjá Borgarbókasafninu.

Borgarbókasafnið hefur markað sér skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn og miklar breytingar eru í farvatninu. Ný heimasíða er í smíðum sem opnar á nýjungar í rafrænni þjónustu fyrir gesti safnsins. Viðburða- og sýningarhald í menningarhúsum Borgarbókasafnsins er í sífelldri þróun. Lögð er áhersla á alþýðumenningu, barnamenningu og fjölmenningu, með samveru, upplifun, miðlun og menningarlæsi að leiðarljósi. 

Nú hefur verið ákveðið að þeirri tilraun að hafa bókasafnið í Norðlingaskóla opið almenningi verði ekki framhaldið frá og með næstu áramótum. Það var ánægjulegt að taka þátt í tilrauninni og samstarfið við Norðlingaskóla hefur verið einstaklega gott, en reksturinn hinsvegar ekki nógu hagkvæmur.

Bókabíllinn mun hinsvegar verða áfram í Norðlingaholtinu og verður hann við Brautarholt á miðvikudögum milli kl. 13.30-14 og við Norðlingaskóla á þriðjudögum milli 17.45-18.15. 

Við þökkum samveruna og óskum öllum gleðilegra jóla.

Norðlingaholtskóli

Lítilsháttar breytingar verða á áætlun Höfðingja um áramótin og eru þær með eftirfarandi hætti:

• Ekki verður lengur stoppað  á þriðjudögum við Furugerði og á miðvikudögum við Sporhamra 3.
• Breyting verður á tímasetningu við Þórðarsveig og Bústaðakrikju á þriðjudögum, en frá og með 9. janúar verður Höfðingi kl. 16:30 til 17:15 við Þórðarsveig og kl. 18:30 til 19 við Bústaðakirkju.
• Tveir nýir staðir bætast við í Norðlingaholti og verður Höfðingi við Norðlingaskóla á þriðjudögum kl. 17:30 til 18:15 og við Norðlingabraut 3 á miðvikudögum kl. 13:30 til 14.

Bókabíllinn Höfðingi