Leshringurinn Sólkringlan

  • Bækur og gleraugu

Leshringurinn Sólkringlan hittist þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni. Haustið 2018 verða lesnar bækur sem tengjast ferðum frá Íslandi og landinu um aldamótin 1900.

Eftirfarandi bækur verð lesnar og teknar fyrir:

20. sept. - Vonarland eftir Ármann Jakobsson
18. okt. - Dagbækur úr Íslandsferðum 1871-73 eftir William Morris
15. nóv - Tvennir tímar, endurminningar Hólmfríðar Hjaltason eftir Elínborgu Lárusdóttur
13. des - Förukona í París eftir Önnu frá Moldnúpi

Við hvetjum góðvini Borgarbókasafnsins til að skrá sig í Bókaklúbbinn okkar á Facebook! Þar deilum við ýmsum bókmenntatengdum viðburðum og oft skapast líflegar umræður um alls kyns bókmenntir. 

Skráning í leshringinn Sólkringluna

Ruslpóstvörn
Leystu þetta dæmi áður en þú sendir til þess að forða okkur frá ruslpósti.
1 + 12 =
.