Leshringurinn Sólkringlan

  • Bækur og gleraugu

Leshringurinn Sólkringlan er sameiginlegur leshringur Borgarbókasafnsins í Kringlunni og Sólheimum. Hann hittist þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 og til skiptis í söfnunum tveimur. Þema  á vorönn 2017 eru bækur sem hafa verið kvikmyndaðar.

Eftirfarandi bækur verð lesnar og teknar fyrir:

19. janúar í Kringlunni: Dreggjar dagsins eftir Kazuo Ishiguro
16. febrúar í Sólheimunum: Leikur hlæjandi láns eftir Amy Tan
16. mars í Kringlunni: Steiktir grænir tómatar eftir Fannie Flagg
19. apríl í Sólheimum: Hús andanna eftir Isabel Allende (athugið að þetta er miðvikudagur, þar sem þriðja fimmtudag ber upp á sumradaginn fyrsta)
18. maí í Kringlunni: Jörð í Afríku eftir Karen Blixen

 

Skráning í leshringinn Sólkringluna

Ruslpóstvörn
Leystu þetta dæmi áður en þú sendir til þess að forða okkur frá ruslpósti.
4 + 5 =
.