Viltu skrifa og setja upp leikrit? | Sumarsmiðja

Leik- og ritsmiðja

Leik- og ritsmiðja fyrir 9-12 ára

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Dagana 13.-17. ágúst kl. 9:30-12:00
Smiðjustjóri: Ólöf Sverrisdóttir 

FULLBÓKAÐ ER Í SMIÐJUNA

Þið vinnið saman í hóp með hugmynd og spinnið leikrit sem þið svo setjið á svið fyrir fjölskyldu og vini. Í smiðjunni verður jöfn áhersla á leikgleði og lærdóm en þið fáið auðvitað að læra bæði leiklist og leikritun.

Markmið með námskeiðinu er að virkja sköpunarkraft og leiklistarhæfileika barnanna til að semja og skrifa leikrit. Þau vinna bæði sjálfstætt og í hópum. Þau spinna og gera leiklistaræfingar sem opna fyrir sköpun og hugmyndaflæði. Þannig mynda þau grunn að leikverki sem þau rita niður og vinna með áfram. Þau skapa sína eigin leikmuni og búninga og á síðasta deginum verður haldin leiksýning þar sem aðstandendur geta séð afraksturinn. Smiðjustjórinn Ólöf hefur kennt ótal leiklistarnámskeið fyrir börn og fullorðna.

Nánari upplýsingar veitir:

Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri barnastarfs
thorbjorg.karlsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 13. ágúst 2018 to Föstudagur, 17. ágúst 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

09:30

Viðburður endar: 

12:00