
Vetrarfrí | Krossasaumssmiðja
Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Mánudaginn 25. febrúar kl. 11-14
Þennan mánudag þegar vetrarfrí er í grunnskólum Reykjavíkurbogar verður boðið upp á stutt námskeið í krosssaumi á Borgarbókasafninu Árbæ.
Það ert tilvalið fyrir foreldra sem vilja eiga notalega stund með börnunum sínum í fríinu að koma og taka nokkur spor saman. Lára Magnea Jónsdóttir textílhönnuður og listakona mun leiðbeina við saumaskapinn. Allt efni verður á staðnum og því bara að koma og byrja að sauma.
Ókeypis þátttaka og heitt á könnunni!
Nánari upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir
vala.bjorg.valsdottir [at] reykjavik.is