Vetrarfrí | Hreyfimyndasmiðja

Hreyfimyndasmiðja

VETRARFRÍ | Hreyfimyndasmiðja

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Laugardaginn 23. febrúar, kl. 14-16

Í vetrarfríinu bjóðum við upp á hreyfimyndasmiðju fyrir 8-13 ára. Tilvalið fyrir skapandi krakka sem hafa áhuga á að læra að búa til sínar eigin teiknimyndir. Ókeypis þátttaka.

Þátttakendur fá efni á staðnum en eru þó hvattir til að taka með sér plastfígúrur, leikfangabíla, skrautpappír eða annað eftirlætisefni ef þeir óska eftir að vinna sérstaklega með það. Æskilegt er að þátttakendur mæti með eigin snjallsíma eða spjaldtölvu og verði búnir að hlaða niður forritinu Stop motion studio áður en þeir koma á staðinn. Forritið er ókeypis. Skráning nauðsynleg, takmarkað pláss.

Smiðjustjórar eru Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson. 

Skráning hér

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
Netfang: ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
 

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 23. febrúar 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00