
UngFó | Sigga Dögg spjallar um kynVeru
Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Þriðjudagurinn 19. mars kl. 17.00-17.17:45
Sigga Dögg kynfræðingur mætir í Árbæ og spjallar við ungt fólk um nýju bókina sína kynVeru. Sigga Dögg er óhrædd að ræða málin og hefur einstakan hæfileika í að ræða við ungt fólk á jafningjagrundvelli.
kynVera er byggð á eigin reynslum og upplifunum ásamt raunverulegum samræðum og spurningum sem unglingar hafa spurt Siggu Dögg í gegnum árin. Sigga Dögg er menntaður kynfræðingur og hefur starfað við kynfræðslu í grunn- og framhaldskólum frá árinu 2010.
Nánari upplýsingar veitir
Vala Björg Valsdóttir
vala.bjorg.valsdottir [at] reykjavik.is