Tónlist fyrir fjölskyldur

stelpa ungbarn hljóðfæri. Mynd frá Shutterstock.com

Tónlist fyrir fjölskyldur | Tónlistarupplifun er þroskandi

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Laugardaginn 12. janúar kl. 14:30-15:00

Berglind Björgúlfsdóttir miðlar tónlist og tungumáli í söng, hrynjandi, fingraleikjum, rími, markvissri hlustun, hreyfingu og hringdönsum. Leikið verður á ýmis ásláttarhljóðfæri. Stundin er sniðin fyrir foreldra og börn 0-6 ára.

Berglind Björgúlfsdóttir lauk MA-prófi í listkennslufræðum frá LHÍ vorið 2015.

Hún hefur kennt yngri börnum tónlist og skapandi hreyfingu í meira en 15 ár, bæði í Bandaríkjunum og hér heima. Hún hefur séð um tónlistarleikhús Kramhússins og Vagg og vísur sem er tónlistarnámskeið fyrir foreldra og ungabörn.  Berglind hefur stjórnað barnakórum og stýrt krílasálmum m.a. í Háteigskirkju, Guðríðarkirkju og Lágafellskirkju, Hún hefur starfað sem tónmenntakennari bæði í Skóla Ísaks Jónssonar og Lágafellsskóla. 

Nánari upplýsingar veitir:
Natalie Colceriu, deildarbókavörður 
nataliejc [at] reykjavik.is
411-6175

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 12. janúar 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:30

Viðburður endar: 

15:00