Tónaflóð á safninu!

Skólahljómsveit Grafarvogs, Borgarbókasafnið, Reykjavík City Library

Skólahljómsveit Grafarvogs heldur tónleika

Menningarhús Spönginni, miðvikudaginn 10. október kl. 16-17

Skólahljómsveit Grafarvogs er tónlistarskóli með áherslu á samleik í hljómsveitarstarfi. Þar leika 130 krakkar úr grunnskólunum í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal.

Mikilvægt er fyrir meðlimi hljómsveita að stilla saman strengi sína, en hver og einn þarf líka að kunna vel á sitt hljóðfæri. Á þessum tónleikum koma nokkrir ungir tónlistarmenn fram með kennurum sínum og leika einleik með píanóundirleik 

Verið velkomin!

 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 10. október 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:00

Viðburður endar: 

19:00