Söguhringur kvenna | Töfrar jólanna: Kvennaganga og laufabrauð

Töfrar jólanna | Kvennaganga og laufabrauð

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Sunnudaginn 2. desember kl. 13:30-16:30

Söguhringur kvenna bíður öllum áhugasömum konum í jólagöngu undir leiðsögn sögukvennanna Hallveigar Thorlacius og Helgu Arnalds þar sem verður laumast inn á áhugaverða staði undir tindrandi ljósum miðborgarinnar. Sérstök áhersla verður lögð á jólasiði Íslendinga fyrr og síðar og koma Grýla, jólakötturinn og jólasveinarnir 13 til sögunnar. Lagt er afstað frá Borgarbókasafninu, Tryggvagötu 15.

Eftir hressandi gönguferð sem tekur um 45 mínutur verður farið upp á 6. hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni, þar sem við fáum að forvitnast um matarsiði Íslendinga á jólunum gegnum tíðina. Eitt af því sem einkennir undirbúning íslenskra jóla er laufabrauð og munum við læra listina að skera út og steikja laufabrauð.

Eftir frásögn Hallveigar og Helgu vonumst við til að heyra af hátíðarhaldi þeirra sem mæta á viðburðinn og er það öllum velkomið að koma með hátíðargóðgæti eða miðla á einn eða annan hátt því sem einkennir hátíðina í fjölskyldum eða upprunalandi ykkar. Léttar veitingar verða í boði.

Skráning hér í síðasta lagi 30. nóvember.

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafnsins og W.O.M.E.N - Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og hefur verið starfandi síðan 2008. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni og menningarheimi í skapandi umhverfi. Félagsskapurinn er opinn öllum konum sem langar að hitta aðrar konur, deila hugmyndum og ekki síst njóta samvista í afslöppuðu andrúmslofti. Söguhringurinn er kjörinn staður til tungumálaæfinga fyrir þær sem vilja ná betri tökum á íslensku. Allar konur velkomnar.

Hægt er að fylgjast með starfinu á Facebook þar sem við erum með hóp og síðu.

Sjá nánar um Söguhring kvenna hér.

Nánari upplýsingar um viðburðinn:
Helga Arnalds: helga [at] tiufingur.is
s: 8953020

Esther Ýr Þorvaldsdóttir: Esther.Yr.Thorvaldsdottir [at] reykjavik.is
s: 8654666
 

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 2. desember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:30

Viðburður endar: 

16:30