Fjölskyldustund | Svefnvenjur barna

Ungabarn liggur sofandi vafið inni í teppi.

Fjölskyldustund | Svefnvenjur barna

Menningarhús Gerðubergi, miðvíkudaginn 6. febrúar kl. 9:30-10:30

 Fátt er mikilvægara foreldum með ung börn en að þau nái að sofa vel. Hluti af góðum svefni er að skapa heilbrigðar svefnvenjur  og er reglufesta mikilvæg í því sambandi.

Arna Skúladóttir, sérfræðingur í barnahjúkrun á Barnaspítala Hringsins, mun fræða okkur um svefn ungra barna.  Hún mun taka fyrir daglegt líf og svefn, lundarfar og áhrif þess á svefn og notkun á skjátækjum og áhrif þeirra.  Við hvetjum foreldra með ung börn til að mæta og spyrja um allt sem þeim liggur á hjarta varðandi svefn og svefnvenjur barna sinna. 

Boðið er upp á kaffi og te, leikföng og bækur fyrir börnin. Reglulega er boðið upp á fjölbreytta fræðslu fyrir foreldra.

Þrír leikskólar í efra Breiðholti, Þjónustumiðstöð Breiðholts og Borgarbókasafnið í Gerðubergi bjóða foreldrum og fjölskyldum að mæta í fjölskyldustundir að kostnaðarlausu og eru haldnir alla miðvikudaga
kl. 9:30 til 11:00 á bókasafninu í Menningarhúsinu Gerðubergi, 2. hæð.

 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 6. febrúar 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

09:30

Viðburður endar: 

10:30