Stjúpusagnakaffi

Halldór Baldursson, Rósa Þorsteinsdóttir, stjúpusagnakaffi, Borgarbókasafnið, Reykjavík City Library

Vondar stjúpur, góðar stjúpur og skessur

Menningarhúsið Spönginni, mánudag 29. október kl. 17:15

Vissir þú að stjúpur í ævintýrum eru ekki bara vondar? Sumar eru sannkölluð gæðablóð og m.a.s. skessur geta verið góðar!

Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur segir frá þeim ævintýrum sem hægt er að kalla „stjúpusögur“. Stjúpur eru algengar í ævintýrum og þekktastar eru þær sem vilja valda stjúpbörnum sínum skaða á einhvern hátt. Í íslenskum ævintýrum koma álög einnig oft við sögu, gjarnan þannig að vondu stjúpurnar, sem ævinlega eru flögð undir fögru skinni, leggja eitthvað á stjúpbörnin. En hér finnast einnig sögur af góðum stjúpum, sem þrátt fyrir að vera jafnvel af skessukyni, hjálpa stjúpbörnum sínum við að sigrast á ýmsum erfiðleikum.

Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, þar sem hún  hefur m.a. umsjón með þjóðfræðasafni stofnunarinnar. Hún hefur sent frá sér margs konar útgáfur á efni safnsins, þ. á m. Hlýði menn fræði mínu (2002) og Einu sinni átti ég gott (2006). Rósa skrifaði bókina Sagan upp á hvern mann (2011) um fólk sem segir ævintýri. Hún  hefur einnig sinnt kennslu við þjóðfræðideild Háskóla Íslands auk margvíslegra starfa við söfnun, miðlun og rannsóknir þjóðfræðaefnis.

Halldór Baldursson teiknaði meðfylgjandi mynd, hún skreytir stjúpusöguna um Mjaðveigu Mánadóttur í bókinni Köttur út í mýri, sem kom út hjá Máli og menningu árið 2009. 

Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen, sigridur.steinunn.stephensen [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 29. október 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:15

Viðburður endar: 

18:00