Stafrófssýning

Sóla

Stafrófssýning

6. september - 29. október 2018
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni

Myndskreytirinn og fjöllistakonan Sólveig Eva sýnir stafrófsteikningar í myndasöguhringnum á 2. hæð í Borgarbókasafninu Grófinni.

Sólveig Eva, eða Sóla eins og hún er kölluð, hefur umvafið hvern einasta staf í stafrófinu með gróðri og dýrum og gefið út í litabók sem kallast The Alphabet Colouring Book. Hugmyndin að bókinni kviknaði first þegar Sóla tók þátt í teikniáskorun á Instagram undir notendanafninu @solaevadraws.

Litabókin hefur fengið frábærar viðtökur og nú bjóðum við gestum og gangandi að kíkja til okkar á 2. hæð að skoða teikningarnar sem verða til sýnis. Einnig verða útprentuð eintök af litabókinni í boði og gestir, jafnt ungir sem aldnir, eru hvattir til að setjast niður og lita!

Nánari upplýsingar veitir:

Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
gunnhildur.edda.gudmundsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 29. október 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

19:00