Sprett úr spori | saumum saman

Sprett úr spori

Sprett úr spori 

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Mánudaginn 19. nóvember kl. 16-20

Opin vinnustund verður á Borgarbókasafninu í Árbæ þar sem saumaðir verða fjölnota pokar í verkefninu ,,Árpokinn“.
Allir sem vilja leggja verkefninu lið eru hvattir til að koma og taka þátt, hvort sem er að sníða, sauma, þrykkja eða aðstoða á annan hátt. Kaffi á könnunni og góður félagsskapur. 

„Árpokinn“ er samstarfsverkefni milli Borgarbókasafnsins í Árbæ, Kvenfélags Árbæjarsóknar, Þjónustumiðstöðvarinnar og Félagsmiðstöðvarinnar 105. Verkefnið snýst um að sauma innkaupapoka sem verða gefnir s.s. á bókasafninu, í sundlauginni og öðrum stöðum þar sem not eru fyrir þá í Árbæjarhverfi. Snið og efni eru til taks á safninu sem hægt er að nota við pokagerðina. Svipuð verkefni hafa verið í gangi víða um land þar sem fólk hittist og saumar poka undir merkjum Boomerang Bags.

Nánari upplýsingar:
Kristín Guðbrandsdóttir
kristin.gudbrandsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 19. nóvember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:00

Viðburður endar: 

20:00