Söguhringur kvenna | Menningarganga

Ég ♥(elska) Reykjavík – menningarganga um miðbæinn fyrir konur

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Sunnudagur 4. nóvember kl. 13:30-15:30

Langar þig að upplifa miðborg Reykjavíkur upp á nýtt? Sviðslistakonan Aude Busson og Söguhringur kvenna býður konum á öllum aldri og af öllum gerðum í einstaka og skemmtilega gönguferð þar sem við fetum í fótspor kvenna í miðbænum. Við læðumst inn um bakdyr, syngjum fyrir okkur sjálfar og látum sögur, raddir og óskir kvenna í Reykjavík, í fortíð og nútíð, bergmála um borgina.

Allar konur velkomnar. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram með því að senda póst á info [at] womeniniceland.is. Hámarksfjöldi þátttakenda er 30 og því um að gera að skrá sig tímanlega eða í síðasta lagi fimmtudaginn 1. nóvember.

Aude fer með okkur á forvitnilega staði og búast má við óvæntum uppákomum á leiðinni. Sagan segir okkur að áhrif kvenna eru margvísleg og við veltum aðeins fyrir okkur hvernig við getum sjálfar lagt okkar af mörkum.

Aude Busson útskrifaðist frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands 2011. Siðan þá hefur hún unnið við leikstjórn í samvinnu við aðra, kennslu og viðburðastjórnun. Hún lék og var listrænn stjórnandi göngusýningarinnar Ég elska Reykjavík fyrir fjölskyldur á árinu 2014 og var sýningin tilnefnd til Grímuverðlaunanna. Hún hefur líka leitt marga sviðslistavinnustofur fyrir áhugamenn, meðal annars fyrir Söguhring kvenna og eru flestar þeirra sérstaklega ætlaðar innflytjendum.

Gangan tekur um klukkutíma og boðið verður upp á kaffi í lokin. Konur eru hvattar til að mæta í þægilegum og hlýum fötum – sem fara vel við íslenskt veðurfar.

Þátttaka er ókeypis.

---

Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur til að hittast, kynnast og tengjast. Listræn sköpun er notuð sem tjáningarform í hringnum en einnig er boðið er upp á ýmis konar fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Hringurinn hefur verið starfandi í 10 ár og öllum konum er velkomið að taka þátt. 

Í haust verður dagskráin einstaklega fjölbreytt, meðal annars verður boðið upp á leshring, leiklistar- og tónlistarsmiðjur. Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.

Söguhringur kvenna á Facebook

Á vefsíðu Borgarbókasafnsins

Vefsíða W.O.M.E.N.

Starfið er hluti af innleiðingu stefnu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar um fjölbreytta menningu í borginni 2017-2020 „Rætur og vængir”

Nánari upplýsingar:

Aude Busson
sviðslistakona
Netfang: busson.aude [at] gmail.com
Sími: 8430581

Kristín R. Vilhjálmsdóttir
verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni
Netfang: kristin.r.vilhjalmsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 6181420

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 4. nóvember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:30

Viðburður endar: 

15:30