Söguhringur kvenna hefst á ný

Söguhringur kvenna

Kynningaruppákoma fyrir haustdagskrá Söguhringsins

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Sunnudaginn 2. september kl. 14:00-15:30

Hefur þú áhuga á að kynnast öðrum konum í skapandi umhverfi? Vertu velkomin á sérstaka kynningaruppákomu þar sem hægt verður að fræðast nánar um dagskrá haustsins. 
 
Í haust er dagskráin einstaklega fjölbreytt og koma ýmsar listgreinar og tjáningarform við sögu. Meðal annars verður boðið upp á leshring, leiklistar- og spunasmiðjur og tónlistarsmiðjur svo allar konur ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 
 
 Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur þvert á samfélagið til að hittast, kynnast og tengjast. Hér notum við listræna sköpun til að segja frá reynsluheimi okkar auk þess sem boðið er upp á ýmis konar fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Söguhringurinn hefur verið starfandi í 10 ár og öllum konum er velkomið að taka þátt hvenær sem er. 
 
Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.
 
Léttar veitingar verða í boði. 

Söguhringur kvenna á Facebook

Á vefsíðu Borgarbókasafnsins

Vefsíða W.O.M.E.N.

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 2. september 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:30