Söguhringur kvenna hefst á ný

Söguhringur kvenna

Kynningaruppákoma fyrir haustdagskrá Söguhringsins

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Sunnudaginn 2. september kl. 14:00-15:30

Sunnudaginn 2. september verður sérstök kynningaruppákoma á Söguhringi kvenna þar sem hægt er að fræðast nánar um dagskrá haustsins. Allar konur eru velkomnar sem hafa áhuga á að kynnast starfseminni nánar og kynnast öðrum konum í skapandi umhverfi. Léttar veitingar verða í boði. 

Í haust verður dagskráin einstaklega fjölbreytt og koma ýmsar listgreinar og tjáningarform við sögu. Meðal annars verður boðið upp á leshring, leiklistar- og spunasmiðjur og tónlistarsmiðjur svo allar konur ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur til að hittast, kynnast og tengjast. Hér notum við listræna sköpun til að segja frá reynsluheimi okkar auk þess sem boðið er upp á ýmis konar fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Hringurinn hefur verið starfandi í 10 ár og öllum konum er velkomið að taka þátt hvenær sem er. 

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 2. september 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:30